Endurheimt á milli æfinga

By Íris Dóra Snorradóttir
Jul 23, 2023

Endurheimt á milli æfinga og keppni er gríðarlega mikilvæg þegar álagið er mikið.

Á keppnistímabili í hlaupum getur æfinga og keppnisálagið verið töluvert og því getur góð endurheimt hjálpað til við að hámarka árangur og líkur á meiðslum verða minni. Margt er hægt að gera til þess að bæta endurheimt, meðal annars eru til ýmis bætiefni og kælimeðferðir. Á æfingum verða skemmdir á vöðvum og með endurheimtinni er hægt að gera við vöðvana. Með því að huga vel að endurheimtinni verður líkamin ferskari á næstu æfingu og þolir meira æfingaálag, þú jafnar þig því fyrr á milli æfinga og minnkar líkur á álagsmeiðslum.

Það sem hægt er að gera í sambandi við endurheimt er að bæta svefn,  næringu, fara í kalda potta, rúlla og teygja. Hægt er að kaupa ýmis tæki og tól sem hjálpa til við endurheimt eins og nuddbyssur og/eða þrýstibuxur. Næringin skiptir miklu máli og er mikilvægur þáttur í endurheimtinni. Það er mikilvægt að fá sér næringu sem inniheldur prótein og kolvetni eftir áreynslu þar sem próteinið er viðgerðarefni og kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot og kovetni fyllir á kolvetnabyrgðirnar. Kuldi, eða kuldaböð  getur haft mjög góð og jákvæð áhrif á líkaman og andlega vellíðan. Það er mjög gott að stunda kuldaböð samhliða íþróttum á milli æfinga. Kuldi dregur meðal annars úr bólgum, harðsperrum, hraðar brennslukerfinu og eykur framleiðslu endorfíns. Kuldi er ákveðin deyfing á líkama, vöðva, liðamót og skynfæri. Kuldi getur verið í formi kuldabaðs og kaldrar sturtu. Kuldaböð eru víðsvega, eins og í sundlaugum og á líkamsræktarstöðvum. Talað er um að maður fái ákveðin kraft útúr kuldaböðum og það eykur vellíðan.

Aðrir kostir eru minna stress, sterkara ónæmiskerfi, betri endurheimt, betri svefn, betri einbeiting, aukið blóðflæði auk þess sem það er talað um að kuldi sé góður fyrir húð og hár. Það bætir einnig hjarta og æðakerfi. Rétt eins og hvíld milli æfinga er nauðsynleg þarf góða hvíld eftir erfitt keppnishlaup. Líkaminn þarf tíma til að jafna sig eftir átökin og helst þarf að nást full hvíld áður en farið er í næstu keppni eða haldið áfram að leggja inn í bankann með góðum æfingum. Ef það er uppsöfnuð þreyta í líkamanum eftir keppnishlaup eru litlar líkur á því að ná frekari árangri. Það verður því að ná góðri hvíld fyrir næstu keppni og mæta þannig fersk/ur til þess að bæta sig enn meira. Álag á milli keppnishlaupa getur hreinlega brotið niður frekar en að byggja upp gott hlaupaform. Því fær maður meira útúr því að hvíla ef það er stutt á milli keppnishlaupa heldur en að æfa. Ef keppnishlaupið er langt því meiri hvíld og endurheimt þarf á milli. Ef keppnishlaupið er stutt þarf er í lagi að hvíla minna. Það er ekki hægt að byggja upp frekara hlaupaform fyrr en fullri endurheimt er náð og búið er að ná úr sér allri þreytunni.