Styrktarþjálfun með hlaupunum

By Íris Dóra Snorradóttir
Jun 16, 2023

Þessa daganna er ég að leggja meiri áherslu á hraðaæfingar sem hentar mér vel núna þar sem ég er að fara að keppa töluvert í styttri vegalengdum á næstunni og vil því skerpa á hraðanum. Það styttist í mót sem ég er að fara á í Svíþjóð en þar mun ég keppa í 3000m hlaupi og 1500m hlaupi, svo að þessa daganna er ég að undurbúa mig fyrir það. Auk þess er markmiðið að setja inn fleiri styrktaræfingar í rútínuna og er byrjuð að gera það sem mun klárlega hjálpa. Annars ætla ég aðeins að tala um hvað styrktaæfingar með hlaupunum gera fyrir hlaupin

 Styrktarþjálfun samhliða hlaupunum getur ýtt undir betri árangur. Það er því mjög gott að stunda styrktarþjálfun samhliða hlaupaþjálfun. Það er gott að styrkja fætur. Miðju líkamans (kvið og mjóbak), bak almennt og hendur. Góð blanda af mörgum endurtekningum með léttari þyngdum og færri endurtekningar með meiri þyngdum er gott að hafa í huga þegar stunduð er styrktarþjálfun og ýtir undir góða örvun á líkaman. Styrktaræfingar með meiri þyngdum styrkir líkaman meira en minni þyngdir og fleiri endurtekningar styrkja líka en ýta einnig undir þolþjálfunarpartinn í hlaupunum. Hinsvegar er heldur ekki gott að vera með of stóra vöðva í hlaupum þannig að góður millivegur í þessum æfingum er lykilatriði. Nokkur sett af ákveðið mörgum styrktaræfingum með hvíldum á milli er gott til þess að vera ferskur þegar maður byrjar á nýju setti svo að maður fái sem mest útúr því.

Í hlaupunum er mjög jákvætt að fæturnir séu sterkir. Það er mikilvægt að miðja líkamans sé einnig sterk, þá erum við að tala um kvið og mjóbak þar sem hlaupin geta krafist mikils álags sem líkaminn þarf að þola, og þá sérstaklega miðja líkamans sem tengir saman efri og neðri hluta líkamans. Ef kviður og bak er ekki nógu sterkt getur það valdið skekkju í hlaupahreyfingunni sem getur haft slæm áhrif á kálfa, hné, mjaðmir og nára. Styrktaræfingar með hlaupaþálfuninni byggir upp vöðva, styrkir liðbönd, bein og sinar, minnkar líkur á meiðslum, eykur hraðann og mjólkursýruþröskuldur hækkar.