Lawyer - Íris Dóra Snorradóttir

Íris Dóra Snorradóttir

Ég er fædd árið 1991 og er Kópavogsbúi. Ég er hlaupari og æfi frjálsar íþróttir hjá FH.

Ég keppti með landsliðinu í hlaupum í Noregi í nóvember árið 2022. Í janúar 2023 var ég í hópi 7 hlaupakvenna sem voru tilnefndar sem langhlaupari ársins 2022.

Í febrúar 2023 varð ég Íslandsmeistari í 3000m hlaupi. Sumarið 2022 var ég í 2. sæti á Íslandsmótinu í hálfmaraþoni.

Ég á bakgrunn úr fótbolta og upphaflega byrjaði að æfa þegar ég var sjö ára. Eftir að ég hætti með fótboltann, fann ég ástríðuna í hlaupunum.

Ég er menntaður íþróttafræðingur og útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.

Einkaþjálfaragráðu lauk ég frá NPTI í Los Angeles árið 2020. Þar upplifði ég margt nýtt og spennandi.

Námið í Los Angeles var ekki aðeins faglegt heldur einnig persónulegt ævintýri. Það hjálpaði mér að vaxa og þroskast sem einstakling.

Eftir heimkomuna til Íslands byrjaði ég að æfa hlaup hjá FH, þar sem ég náði töluverðum framförum.

Ég er einkaþjálfari hjá WorldClass og styrktarþjálfari hjá fótboltanum í Þrótti.

Í þjálfun legg ég áherslu á blandaða líkamsrækt, bæði styrktar- og þolþjálfun, og tek að mér fjölbreyttan hóp af þjálfunarþegum.





Hlaupatímar

800m. PB 2:18:91 mín, 7 sek bæting
1.500m. PB 4:47:29 mín, 14 sek bæting.
1.000m. PB 3:04 mín, 8 sek bæting.
3.000m. PB 10:12:77 mín, 15 sek bæting.
5.000m. PB 17:47 mín, 31 sek bæting.
10 km. PB 37:45 mín, 2 og hálf mín bæting.
Hálft maraþon PB 1:31:01 mín, 11 mín bæting.

Námskeið

Dale Carnegie
Skyndihjálparnámskeið
Þjálfaranámskeið KSÍ