Nokkrir punktar um það sem ég hef lært um hlaup síðan ég byrjaði og af reynslu veit ég að þetta virkar til þess að ná árangri 1. Hraða/gæðaæfingar eru mjög mikilvægar til þess að bæta sig og verða hr...
LESAEftir að hafa ekkert keppt og ekki æft nálægt því eins vel og ég hefði viljað í sumar er ég komin aftur af stað í hlaupum og styrktaræfngum sem er frábær tilfining. Um miðjan júlí fór ég í fjórða sinn...
LESAHlaupasumarið hjá mér hefur enganvegin spilast eins og ég bjóst við, margt mjög gott og annað ekki alveg eins gott. Víðvangshlaupið á sumardaginn 1. Gekk alveg vel og ég bætti mig í 5km á götu, síðan...
LESA
Helga Hrund Sigurðardóttir
Ég byrjaði í þjálfun í febrúar 2021 og var í 4 mánuði. Ég byrjaði síðan aftur í september 2021-febrúar 2022. Ég sá að Íris auglýsti að hún væri að hefja einkaþjálfun í WC og ég ákvað að grípa tækifærið. Áður en ég byrjaði í þjálfun hafði ég ekki stigið inní líkamsræktarstöð í mörg ár og langaði mig að koma mér af stað. Íris náði að láta ræktina vera skemmtilega með fjölbreyttum æfingum og hún kveikti áhuga á t.d hlaupi hjá mér sem ég vissi ekki að ég hafði, í dag finnst mér mjög gaman að hlaupa. Hún er hress og skemmtileg og hvetur þig áfram og er dugleg að minna þig á að þú getur meira en þú heldur. Það er aldrei leiðinlegt að mæta á æfingu hjá henni. Ég finn mun á mér eftir að ég byrjaði í þjálfun hjá henni, bæði líkamlega og hugarfarið gagnvart hreyfingu er allt annað. Mér finnst gaman að mæta í ræktina og er hreyfing orðin partur af rútínunni minni sem var alltaf markmiðið frá upphafi. Ég gæti ekki mælt meira með þjálfun hjá Írisi.
Diljá Rut Gísladóttir
Ég byrjaði í lok janúar hjá Írisi og var hjá henni í mánuð. Áður þá forðaðist ég það að fara í ræktina því ég vissi aldrei hvað ég ætti að gera og hvernig ég ætti að ná góðum árangri. Ég vildi læra nýjar æfingar og vantaði hjálp til þess að koma mér af stað í ræktinni. Ég get ekki annað en mælt með henni Írisi sem þjálfara. Íris var alltaf til í að svara öllum spurningum sem ég hafði og var alltaf að hvetja mig áfram. Hún er líka alltaf svo hress og skemmtileg. Ég gat líka alltaf sagt henni frá ef það var æfing sem mig langaði að kunna og þá hjálpaði hún mér. Ég sé strax mikin mun á mér andlega og líkamlega. Ég er byrjuð að mæta sjálf í ræktina, kann fullt af æfingum og er miklu öruggari en áður.
Svanhvít Anna Brynjudóttir
Ég byrjaði í þjálfun hjá Írisi 16.febrúar, tók síðan pásu í sumar og byrjaði aftur í haust. Þjálfunin hefur hjálpað mér mikið með að koma mér í gang ,og læra á tækin. Ég er búin að læra að gera fullt af nýjum æfingum og að styrkja nýja vöðva. Íris peppar mig alltaf áfram og það er fullt af æfingum sem ég vissi ekki að ég gæti náð svona langt í. Hún er mjög góður þjálfari og ég gæti ekki mælt meira með henni! Ég sé klárlega mun á mér og hugarfarinu mínu.
Laufey Kristín Marinósdóttir
Ég byrjaði í þjálfun hjá Írisi í byrjun ágúst og var 2x í viku í fjórar vikur en svo núna er ég bara einu sinni í mánuði. Ég bæði sé og finn mikin mun á mér í styrk og þoli., Ég hef líka fengið meiri hvatningu til þess að fara í ræktina og finnst gaman að hlaupa sem er frekar nýtt fyrir mér. Mér finnst rosa gaman að mæta á æfingu til Írisar því hún hvetur mann áfram og kemur alltaf með nýjar og skemmtilegar æfingar í hverjum tíma.
Sigríður Inga hnífsdal
Ég byrjaði í þjálfun hjá Írisi í febrúar og var í þrjá mánuði. Hún hjálpaði mér við að komast sftur af stað í ræktinni, sanngjörn og góður þjálfari. Mér leið alltaf vel á æfingum og hún gat alltaf komið mér aðeins meira út fyrir þægindaramman varðandi æfingaval.
Berglind Alda Ástþórsdóttir
Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Írisi 21.júní og var til 30.júlí. Ég var að byrja að æfa eftir langa pásu og vildi fá góða hjálp til þess að rífa mig aftur í gang og náði því heldur betur með hjálp Írisar. Hún er ótrúlega góður þjálfari, hvetur mann áfram og hjálpar manni að fara alla leið. Það er alltaf gaman að mæta til hennar því æfingarnar eru skemmtilegar og alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég lærði þar að leiðandi helling af nýjum æfingum og styrkti vöðva sem ég hafði kannski ekki pælt í áður. Ég finn og sé mikin mun á mér eftir að ég byrjaði að æfa hjá Írisi og það hvetur mig til þess að halda áfram að gera æfingarnar sem hún hefur kennt mér. Ég gæti því ekki mælt meira með henni sem þjálfara! Hún hjálpaði mér ekki bara með að komast í betra form, heldur hjálpaði hún hugarfarinu líka. Maður getur miklu meira en maður heldur og það hefur sýnt og sannað sig! Takk enn og aftur fyrir þjálfunina.
Guðbjörg Ægisdóttir
Ég ákvað að byrja í hlaupaþjálfun hjá Írisi sumarið 2023 og var í 12 vikur. Ég hafði sjálf verið að æfa hlaup í nokkur ár og ekki verið með neitt utanumhald, og á endanum var ég farin að staðna. Markmiðin mín voru að bæta tímann í styttri vegalengdum. Það var mikil hvatning fyrir mig að hafa Írisi sem þjálfara og að senda á hana í lok hverrar viku hvernig æfingarnar höfðu gengið. Æfingaplanið var einstaklega skemmtilegt og þægilega uppsett. Kom mér einnig á óvart að flestar æfingarnar tóku ekki meira en klukkustund að framkvæma en voru virkilega árangursríkar. Íris hjálpaði mér þó hvað mest með því að halda í hlaupagleðina, og undantekningalaust stóð ég alltaf við æfingarnar sem hún hafði sett upp fyrir mig.
Hervé Debono
Íris is a knowledgeable and helpful trainer, who is motivating and always willing to give advice. I was training twice a week with Íris, and the training was very good, very well structured and helpful. As a beginner, I learnt a lot about how to use the different machines, and about different exercises and stretches. It gave me a lot of confidence when it comes to exercising at the gym. I can definitely recommend training with Íris. She’s a great coach who listens to your needs and goals, and help you achieving them.