Hlaupasumarið hjá mér hefur enganvegin spilast eins og ég bjóst við, margt mjög gott og annað ekki alveg eins gott. Víðvangshlaupið á sumardaginn 1. Gekk alveg vel og ég bætti mig í 5km á götu, síðan kom smá “óvænt” innanhúsmót í styttri vegalengdum á braut þar sem ég átti allt í einu fullt inni í hraða í 1000m (2:59mín) og í 3000m, sub 10 mín loksins og 15 sek bæting (09:54mín) á afmæli frjálsíþróttahússins í Kaplakrika um miðjan maí. Sjálfsögðu mjög ánægð með það þar sem fókusinn var aðallega komin á 10km þar sem ég var farin að lengja við vegalengdirnar.
Það var svo frábær ákvörðun og ein sú besta að skrá mig í 10km hlaup í Manchester þann 26.maí. Mig þyrsti mikið í það að bæta mig í 10km götuhlaupi eftir að hafa ekki gert það árið áður þrátt fyrir frábært hlaupaseason. Ég var búin að vera að skoða hlaup í Evrópu og vildi hraða braut, skemmtilegt hlaupaevent með góðri stemningu. Eftir að hafa lesið um Great Manchester run þá fannst mér það tikka í boxinn þar sem sterkir hlauparar voru að mæla með hlaupinu o.s.frv. Og hlaupið stóðst allar væntingar og gott betur en það fannst mér.
Fyrir utan það að ég hef aldrei komið til Manchester og náði því að sjá borgina í ferðinni þá var hlaupið sjálft æðislegt í alla staði. Ég bætti mig um rétt innan við mínútu og hljóp á 36:47mín og ekki skemmdi að mér leið ótrúlega vel allan tíman og náði því að njóta þess. Að koma í mark eftir frábært 10km hlaup var algjör snilld og ég mun aldrei gleyma þessari ferð og þessari góðu ákvörðun sem ég tók.
Ég “fagnaði” þessu með að taka nokkra daga í Oslo áður en fór aftur til Íslands
Í stuttu máli eftir þetta þá var ég að stefna á Meistaramót Íslands á Akureyri og Svíðþjóðarferð í júlí á Gautaborgarleikana, auk þess að keppa í Karlsstad. En ég meiddist í mjöðminni og hef því ekki getað hlaupið og var því áhorfandi á Akureyri í þetta sinn. Allir íþróttamenn þurfa að hvíla líkaman einu sinni á ári en það er gert extra snemma hjá mér þetta árið, ég ætla allavega að líta á þetta þannig. Þótt ég væri mest til í að geta hlaupið, æft og keppt að sjálfsögðu. En meira um það síðar.