Innanhústímabilið, markmið á næstunni og þjálfun

By Íris Dóra Snorradóttir
Mar 29, 2024

 

Í haust og vetur er það sem kallast innanhústímabil hjá mér í hlaupunum. Þá æfi ég vel og legg mikla áherslu á hraðaæfingar. Það er eins og orðið gefur til kynna, hlaupaæfingar sem eru þá hraðari hlaup, styttri og með pásum. Þess á milli geri ég styrktaræfingar en það þarf að vanda hvenær á að taka þær þar sem það eru margar keppnir  ég legg áherslu á að vera fersk og ekki með harðsperrur á hraðaæfingum og innanhúsmótum. Á innanhústímabilinu er ég að keppa á mörgum mótum inni á braut í allt frá 800m-5000m hlaup og mér finnst þetta tímabil í hlaupum ekki síður skemmtilegt heldur en hlaupin úti á sumrin. Það er ákveðin stemming og geggjað þegar maður nær að bæta hraðan því þá eru auk þess mikar líkur að maður muni bæta sig í 5km, 10km og jafnvel hálfmaraþoni um sumarið. Innanhúsmótin eru mörg og misstór. Mér gekk best í 1500m á RIG (Reykjavik international games) og bætti mig mikið í 1500m hlaupi.  

Núna tekur við smá æfingatímabil í hlaupunum, fleiri styrktaræfingar og fókusinn fer síðan á hlaupin úti. Næst á dagsskrá er Íslandsmótið í 5km hlaupi á sumardaginn fyrsta. En mín helstu markmið í hlaupunum í sumar er að ná árangri í 5000m á braut, 5km, 10km og hálfmaraþoni á götu, og að sjálfsögðu að njóta sem er mjög mikilvægt.

Vil minna á að ég er að taka í kúnna í fjarþjálfun í hlaupum. Og að sjálfsögðu líka í einkaþjálfun í WorldClass þar sem ég fókusa meira á styrkinn hjá einstaklingum. Flott að blanda þessu saman, það er líka í boði. Þannig ef þú, eða ef þú þekkir einhvern sem hefur áhuga á smá aðahaldi og að koma sér áfram í í hlaupunum, og/eða ert með eitthvað sérstakt markmið þá má heyra í mér. Ég er með 6 vikna hlaupaþjálfun á 14.900kr, sérsniðið eftir markmiðum hvers og eins. Fólk hjá mér hefur verið að ná árangri og ef þú vilt sjá meðmæli er hægt að biðja um það. Þjálfunin er fyrir öll getustig