Ég er með 6 vikna hlaupaþjálfun á 14.900kr í formi fjarþjálfunar. Hentar hvaða getustigi sem er. Það virkar þannig að ef þú ákveður að koma í þjálfun færðu sendan spurningalista sem þú svarar þannig að ég fái góða hugmynd um það hvar þú ert staddur/stödd í þjálfun og hver bakrunnur þinn í hlaupum er. Síðan færðu 6 vikna nákvæmt hlaupaplan sem er byggt eftir þér, og þínun markmiðum. Hlaupaæfingarnar eru byggðar á löngum hlaupum, millilöngum og hlaupaæfingum þar sem þú ferð aðeins hraðar. En áætlunin fer þó eftir hvar hver og einn er staddur í hlaupum.
Það er ótrúlega gaman að geta notið þess að hlaupa, verða betri og sjá bætingar hjá sér.
Eins og fram kemur hér á síðunni er ég einkaþjálfari í WorldClass þar sem áherslan er meira á að þjálfa fólk í styrktarþjálfun. Ef fólk hefur áhuga á að koma í bæði styrktarþjálfun og hlaupaþjálfun er vel hægt að blanda því saman og getur það verið mjög árangursríkt.