Eftir að hafa ekkert keppt og ekki æft nálægt því eins vel og ég hefði viljað í sumar er ég komin aftur af stað í hlaupum og styrktaræfngum sem er frábær tilfining. Um miðjan júlí fór ég í fjórða sinn til Los Angeles, Santa Monica sem mér finnst alltaf jafn æðislegt. Ásamt því að njóta lífsins þar byrjaði ég lang flesta á morgna á æfingu í einni bestu líkamsrækt sem ég hef verið í, John Reed, ótrúlega flott stöð. Ég gat semsagt hlaupið í góðum halla á hlaupabretti, 9,5 í langan tíma en ég gat ekki hlaupið beint. Þannig ég æfði þannig ásamt því að vera dugleg að gera styrktaræfingar. Það er allt til alls þarna úti og frábær aðstaða til þess að æfa hvað sem þú vilt æfa. Ég var þarna í rúmar þrjár vikur og átti mjög góðan tíma þarna úti.
Þegar ég kom til Íslands var ég orðin skárri í meiðslunum og gat hlaupið hraðar og í lægri halla. Eftir að hafa farið til sjúkraþjálfara og í íþróttanudd sem hjálpaði mér mikið var það síðan kírópraktor sem gjörsamlega lagaði mig. Kírópraktorstöð Íslands á bestu þakkir frá mér. Eftir tvo tíma þar var ég orðin góð á meiðslunum, en ég viðurkenni að ég var með í hausnum að ég hafði ekki tröllatrú á kírópraktor þar sem ég hugsaði að það sem hann hnykkir færi yfirleitt aftur tilbaka, en hann útskýrði fyrir mér að það væri ekki alveg svoleiðis þannig að það meikaði sens, svo að ég er team kíró.
Ég byrjaði síðan að hlaupa aftur sem ég var ótrúlega ánægð með, vel fersk í líkamanum og keppti í mínu fyrsta keppnishlaupi í töluverðan tíma 7.september, Vestmannaeyjahlaupið. Vá hvað það var gaman að keppa aftur og að finna að formið var mun betra en ég þorði að vona. Þetta var 10km brekkuhlaup og ég náði að vera í 1.sæti. Fannst ég vera nokkuð sterk miðað við allt saman þannig ég er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu. Góð helgi í Vestmannaeyjum í frábærum félagsskap, og mæli með þessu hlaupi.
Ég tók síðan þátt í Eldslóðinni, 10km utanvegahlaupi. Tók það sem góða æfingu þar sem ég ásamt nokkrum kom ekki mark en merkingarnar í brautinni voru ekki nægilega góðar, ásamt brautarvörslunni í annars flottu hlaupi. 21. sept var það síðan 5km í Hjartadagshlaupinu þar sem ég náð að keyra svolítið á þetta. Ágætis úrslit og 1.sæti sem var frábært.
Næst á dagskrá er síðan hálft maraþon í Valencia þann 27.october