Það er mjög mikilvægt að næra sig rétt þegar maður er hlaupari og/eða íþróttamaður/kona þar sem það ýtir enn frekar undir árangur. Rétt fæða, rétt magn, vítamína og steinefni er jafn mikilvægt og sjálfar æfingarnar ef maður ætlar að hámarka afköstin og halda góðri heilsu. Það getur verið svolítið mismunandi hvernig næring hentar hverjum og einum fyrir hlaup og hlaupakeppnir, þannig að það er mikilvægt að læra af eigin reynslu. Fyrir keppnir hentar oftast að borða 2-3 tímum fyrir hlaup en þó ekki of stóra máltíð heldur og þannig að hún sé létt í magan, en fæðuval og magn getur verið mismunandi eftir því hversu langt og krefjandi hlaupið er.
Matarræði fyrir hlaupara þarf að vera kolvetnaríkt og þá sérstaklega fyrir langhlaupara þar sem kolvetnin eru lykilorkugjafi, en prótein eru líka mikilvæg. Fyrir keppnishlaup er ekki sniðugt að vera ekki að prófa eitthvað nýtt í matarræði heldur innbyrða það sem maður veit að fer vel í mann. Mjög trefjarík matvæli þykja meðal annars ekki heppileg fyrir hlaup eins og grænmeti, bygg og múslí. Mjólkurvörur og fiturík matvæli henta heldur ekki eins og ostur, rjómi, smjör o.fl.
Dæmi um kolvetni sem gott er að neyta er gróft brauð, heilhveitipasta, flatkökur, sætar kartöflur o.fl. Prótein eru ekki síður mikilvæg ásamt kolvetnunum til uppbyggingar, Prótein er byggingarefni líkamans og sér um viðgerðir á vöðvum/vefjum. Dæmi um prótein gæti verið egg, kjúklingur, kjöt og skyr. Það er mikilvægt að innbyrða prótein og þá sérstaklega eftir hlaup til þess að líkamin og vöðvarnir nái að jafna sig. Kolvetnin endurnýja glycogen byrgðir líkamans sem veita líkamanum orku og því er ekki síður mikilvægt að innbyrða kolvetni eftir æfingar. Hreinar, ferskar og lítið unnar matvörur eru æskilegar og það ætti að forðast einföld kolvetni eins og sælgæti, bakaríismat og gosdrykki. Það er mjög gott að borða reglulega þannig að blóðsykurinn haldist stöðugur. Það hefur góð áhrif á orku og afköst sem ýtir undir góðan árangur í íþróttinni.