Nokkrir punktar um það sem ég hef lært um hlaup síðan ég byrjaði og af reynslu veit ég að þetta virkar til þess að ná árangri
1. Hraða/gæðaæfingar eru mjög mikilvægar til þess að bæta sig og verða hraðari í öllum vegalengdum og/eða þeirri vegalengd sem markmiðið er
2. Hausinn skipir gríðarlegu miklu máli, jákvætt hugarfar, keppnisskap, vilji og hvernig þú ætlar að tækla æfinguna/keppnina gerir gæfumun
3. Ef þú ert búin að æfa frekar vel en ert þreytt/ur eða stíf/ur í líkamanum einhvern daginn sem prógramið segir þér að hlaupa, slepptu því frekar að hlaupa. Þá eru meiri líkur á því að þú verður betri og ferskari á æfingunni á eftir
4. Það er mikilvægast að vera ferskur á þeim æfingum sem eru mikilvægastar, sem er í flestum tilfellum hraðaæfingar/gæðaæfingar, þannig að það skiptir miklu máli hvað þú gerir daginn fyrir þær æfingar
5. Hægari hlaup inná milli gæðaæfinga er mikilvægt
6. Hver hlaupari er mismunandi og með mismunandi getustig. Það er svo mismunandi hverskonar æfingar henta hverjum og einum til þess að ná árangri, en það sem er sameiginlegt fyrir alla er að gæðaæfingar skila árangri
7. Það er auk þess mjög mismunandi hvað hver og einn þolir mikið magn á viku. Það fer eftir því hvað einstaklingurinn hefur gert árin áður og hvað hann er búin að hlaupa lengi
8. Næring fyrir æfingar og próteininntaka/hollt matarræði eftir æfingar er mikilvægt fyrir endurheimt, þannig að líkamin nái að jafna sig eftir átökin og gera sig tilbúin fyrir næstu átök
9. Ef þú setur þér markmið að æfa að þeirri vegalengd sem þú ert sterkust/astur í og finnst skemmtilegt að keppa í nærðu meiri árangri heldur en ef þú ætlar að vera góður í öllu. En það eru ágætis líkur á að það fylgi að þú verður góður í fleiri vegalengdum þó svo að þú fókuserir á 1-2 vegalengdir
10. Hvíld eftir erfið keppnishlaup sem taka mikið á líkaman er nauðsynleg, ef þú æfir strax daginn eftir og dagana þar á eftir eykur það töluvert líkur á meiðslum
11. Svefn er svo ótrúlega mikilvægur til þess að vera góður í hlaupum og öllum íþróttum
12. Styrktaræfingar gera þig fljótari að hlaupa
13. Meira er ekki betra. Semsagt að eltast við mikið hlaupamagn eykur ekki endilega líkur á árangrinum, þó að þú sleppir kílómetrum hér og þar gerir það ekki neitt slæmt með árangurinn
14. Ekki vera hrædd/ur við þá aðila sem eru betri en þú. Þeir eru blessun og gera þig betri
15. Nudd, kaldur og heitur pottur, teygjur, rúll og gufa er mjög gott á milli æfinga sem endurheimt
16. Æfingamagn og geta tekur tíma að vinna inn, svo þolinmæði skiptir miklu máli
17. Hlaupastíll skiptir meira máli en fólk heldur