Einkaþjálfun WorldClass

Ég er einkaþjálfari hjá WorldClass. Ég legg áherslu á að þjálfa einstaklinga í styrktarþjálfun og þolþjálfun. Það eru allir velkomnir í þjálfun en ég vil helst taka að mér íþróttafólk, einstaklinga sem vilja ná lengra í sinni íþrótt, fólk sem á bakgrunn í íþrótt eða er vant því að hreyfa sig. Einstaklinga sem vilja koma hreyfingu og heilbrigði almennilega inn í lífsstíl sinn. Fólk sem vill bæta líkamlegt form eða hvað sem markmiðið er.

Æfingarnar hjá mér eru fjölbreyttar og árangursríkar. Þjálfunin er sérsniðin eftir því hvert markmið einstaklingsins er. Dæmi um markmið sem fólk gæti haft og ég gæti unnið með er að bæta sig í sinni íþrótt, styrkjast, léttast, þyngjast og/eða bæta þol. Ég tek að mér einka-og hópþjálfun. Ég bý einnig til hlaupaprógram.

Innanhústímabilið, markmið á næstunni og þjálfun

  Í haust og vetur er það sem kallast innanhústímabil hjá mér í hlaupunum. Þá æfi ég vel og legg mikla áherslu á hraðaæfingar. Það er eins og orðið gefur til kynna, hlaupaæfingar sem eru þá hraðari h...

LESA
Ferðin til Santa Monica

Ég fór til Bandaríkjana fyrir stuttu og var þar í tvær vikur. Ég var í Santa Monica í Los Angeles og þetta er í þriðja skiptið sem ég fer þangað, en mér finnst þessi staður æði og mér finnst nánast al...

LESA
Kenía!

Fyrstu dagarnir í Kenía hafa verið mjög fínir. Hótelið sem ég er á er stílað inná íþróttamenn og konur og er ótrúlega fínt. Ég er þar í fullu fæði og það er áhugavert að prófa að borða mat frá Kenía,...

LESA