Hlaupaþjálfun

Ég er með 6 vikna hlaupaþjálfun í formi fjarþjálfunar á 14.900kr. Það virkar í stuttu máli þannig að þú færð spurningalista svo að ég viti hvar þú ert staddur/stödd í hlaupum, hver þinn bakgrunnur er og markmið. Útfrá því bý ég til prógram sem hentar þér.

Ég æfi frjálsar íþróttir hjá FH. Ég keppi í hlaupum allt frá 800m á braut upp í hálfmaraþon með góðum árangri. Ég keppti með landsliðinu í hlaupum í Noregi í nóvember árið 2022 og í janúar árið 2023 var ég í hópi 7 hlaupakvenna sem voru tilnefndar sem langhlaupari ársins 2022. Í febrúar 2023 varð ég Íslandsmeistari í 3000m hlaupi á Íslandsmótinu innanhús og sumarið 2022 var ég í 2.sæti á Íslandsmótinu í hálfmaraþoni. Í ágúst 2022 bætti ég síðan tíman minn í hálfmaraþoni enn frekar og komst á topp 10 lista yfir bestu hálfmaraþontíma kvenna á Íslandi frá upphafi.

Innanhústímabilið, markmið á næstunni og þjálfun

  Í haust og vetur er það sem kallast innanhústímabil hjá mér í hlaupunum. Þá æfi ég vel og legg mikla áherslu á hraðaæfingar. Það er eins og orðið gefur til kynna, hlaupaæfingar sem eru þá hraðari h...

LESA
Ferðin til Santa Monica

Ég fór til Bandaríkjana fyrir stuttu og var þar í tvær vikur. Ég var í Santa Monica í Los Angeles og þetta er í þriðja skiptið sem ég fer þangað, en mér finnst þessi staður æði og mér finnst nánast al...

LESA
Kenía!

Fyrstu dagarnir í Kenía hafa verið mjög fínir. Hótelið sem ég er á er stílað inná íþróttamenn og konur og er ótrúlega fínt. Ég er þar í fullu fæði og það er áhugavert að prófa að borða mat frá Kenía,...

LESA