Styrktarþjálfun hjá íþróttaliði

Ásamt því að vera einkaþjálfari hjá WorldClass er ég einnig styrktarþjálfari hjá fótboltanum í Þrótti. Ég vinn með öðrum þjálfara þar. Ég er styrktarþjálfari hjá 4.fl, 3.fl og 2.fl kk og kvk. Þar fæ ég góða reynslu á að þjálfa þessa hópa og einstaklinga sem eru að stefna að því að vera góðir íþróttamenn og gefur það góða og skemmtilega fjölbreyttni við það sem ég er að gera sem einkaþjálfari í WorldClass. Ég á bakgrunn úr fótbolta og var sjö ára gömul þegar ég byrjaði að æfa og stefndi hátt í íþróttinni, en eftir að ég lagði fótboltaskóna á hilluna fann ég ástríðuna í hlaupunum. Ég er uppalinn HK-ingur og spilaði með HK/Víking í fyrstu deild og með Fylki og Aftureldingu í úrvalsdeild.

Innanhústímabilið, markmið á næstunni og þjálfun

  Í haust og vetur er það sem kallast innanhústímabil hjá mér í hlaupunum. Þá æfi ég vel og legg mikla áherslu á hraðaæfingar. Það er eins og orðið gefur til kynna, hlaupaæfingar sem eru þá hraðari h...

LESA
Ferðin til Santa Monica

Ég fór til Bandaríkjana fyrir stuttu og var þar í tvær vikur. Ég var í Santa Monica í Los Angeles og þetta er í þriðja skiptið sem ég fer þangað, en mér finnst þessi staður æði og mér finnst nánast al...

LESA
Kenía!

Fyrstu dagarnir í Kenía hafa verið mjög fínir. Hótelið sem ég er á er stílað inná íþróttamenn og konur og er ótrúlega fínt. Ég er þar í fullu fæði og það er áhugavert að prófa að borða mat frá Kenía,...

LESA